top of page

Um mig

Hæ, ég heiti Guðlaug og er listamaður

Ég er mjög mikill náttúruunnandi. Ég er svo heppin að búa á íslandi þar sem falleg náttúra er allt í kringum mig og ég sæki mikinn innblástur í það. Náttúran veitir mér innblástur á svo marga mismunandi vegu. Stundum er innblásturinn augljós eins og landslagsmálverk eða mynd af blómi en stundum er það  lúmskara eins og val á litum eða efni sem ég nota. 

sjalfsmynd

Undanfarið hef ég aðallega verið að vinna með tússliti (brush pens), neocolor vaxliti og tréliti. En ég vinn líka stundum með vatnsliti og gouache.

 

Mér líkar mjög vel við hversu auðvelt og fljótlegt það er að vinna með tússpennana, mér finnst að ef ég vinn hraðar þá er meiri tjáning í verkunum mínum sem er mjög mikilvægt fyrir mig.

 

Ég geri landslagsmálverk, abstrakt málverk, mynstur og bara allt sem mér dettur í hug.

sjalfsmynd

Ferlid mitt

Litir

litaprufa

Það sem mér finnst skemmtilegast við að mála er að velja litina. Ég elska að velja hina fullkomnu litasamsetningu fyrir verkefni og kanna síðan hversu langt ég get tekið þá samsetningu. Hvað annað get ég málað með þessum sömu litum? Og þarf það virkilega að vera í þessum litum eða get ég beygt raunveruleikann aðeins til að gera hann skemmtilegri?

Ég hef tilhneigingu til að nota sömu litina aftur og aftur en það er líka svo gaman að skoða nýja. 

bottom of page